90 mínútur með Áslaugu Huldu í Garðabæ

90 mínútur með Áslaugu Huldu í Garðabæ

Hver er lykillinn að góðu samfélagi? Garðabær hefur ítrekað verið valinn sem draumasveitafélagið í skoðanakönnun Vísbendingar. Íbúar Garðabæjar eru m.a. ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur Garðabær verið leiðandi í skólamálum og innleitt nýjungar sem hafa sett skólana í fremstu röð.  Íþróttalíf hefur verið í blóma og bærinn hefur einnig búið fyrirtækjum góðan hag og laðað að ný. Við það bætist að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á valfrelsi íbúa og lágar álögur. Nú gefst okkur tækifæri til að heyra hver er lykillinn að starfi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem hefur skilað góðu starfi í meirihluta frá árinu 1976.

Dagskrá:

Við ætlum að hitta Áslaugu Huldu Jónsdóttur, formann bæjarráðs sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og þær frábæru sjálfstæðiskonur sem með henni starfa í Garðabæ. Þær ætla að segja okkur frá starfseminni bæjarfélaginu, stöðu þess og framtíð.

Við munum hittast í Urriðaskóla, við Vinastræti, kl. 17. föstudaginn 20. apríl. Og þaðan verður svo haldið í Hönnunarsafn á Garðatorgi þar sem tekið verður á móti okkur með ljúfum veitingum og tækifæri gefst til frekari spjalls og spurninga.

Jazzhátíð Garðabæjar stendur yfir dagana 19.-21. apríl og því er tilvalið að fá sér hressingu á Mathúsinu í framhaldinu og skella sér svo á tónleika! Allar konur eru velkomnar á latínufjör í Kirkjuhvoli sem er í göngufæri við torgið. Aðgangur á tónleikana verður ókeypis.