Listi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar er í fyrsta sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Helga Kristín Kolbeinsdóttir, skólameistari, er í öðru sæti, Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi skipar þriðja sætið og Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri, skipar fjórða sætið.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri, skipar fimmta sætið, en hann er jafnframt oddviti listans og bæjarstjóraefni hans. 6 konur og 8 karlar skipa listann.

Listinn í heild:

  1. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari
  2. Helga Kristín Kolbeinsdóttir, skólameistari
  3. Trausti Hjaltason, framkvæmdarstjóri
  4. Eyþór Harðarson, útgerðastjóri
  5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri
  6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur
  7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri
  8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri
  9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði
  10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi
  11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi
  12. Vignir Arnar Svafarsson, sjómaður
  13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur
  14. Bragi Ingibergur Ólafsson, eldri borgari