Ályktun umhverfis- og samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að tillögu umhverfis- og samgöngumálanefndar flokksins, að leggja bæri áherslur á aðgerðir gegn loftslagsbreytinga af mannavöldum og að náttúruvernd og auðlindanýting yrðu að haldast í hendur. Meðal annars, sem samþykkt var í yfirgripsmikilli ályktun, var að efla bæri stöðu sveitarstjórnastigsins og íbúalýðræði samhliða því. Lögð var áhersla á frekari ívilnanir vegna vistvænna ökutækja og að bundið slitlag skuli lagt á allar stofnleiðir innan 4 ára. Þá gætir þar ýmissa nýmæla, svo sem að þar mælt fyrir útboði á heildarrekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og eins að samkeppnishömlur á leigubílamarkaði skuli afnumdar.

Ályktunina í heild sinni má finna hér.