Dómarar í Landsrétti hæfir

Hæstiréttur Íslands komst í dag að þeirri niðurstöðu að dómarinn Arnfríður Einarsdóttir sé hæf til að dæma í sakamáli fyrir Landsrétti.

Með þessu hafa þrír dómarar í Landsrétti og fimm dómarar í Hæstarétti komist að niðurstöðu um að dómarinn sé hæfur og þar með hefur allri réttaróvissu í málinu verið eytt.

Eftir stendur að Hæstiréttur hefur einungis komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði átt að rannsaka umsækjendur betur áður en hún lagði tillögur sínar fyrir Alþingi. Þeim dómsorðum fylgdi þó ekki hvaða þætti hefði mátt rannsaka betur.

Auk þess liggur fyrir að Hæstiréttur hefur vísað frá kröfum um ógildingu skipunar Landsréttardómara í málum Ástráðar Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar.

Úrskurð Hæstaréttar frá í dag má finna hér.