Uppstilling í Kópavogi

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi hefur samþykkt að uppstillingarnefnd stilli upp framboðslista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Var þetta samþykkt á fundir fulltrúaráðsins síðastliðinn þriðjudag.

Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um fullrúa í uppstillingarnefnd.

Aðalmenn í uppstillingarnefnd:

Helga Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Jón Atli Kristjánsson og Jón Kristinn Snæhólm.

Varamaður í uppstillingarnefnd:

Helgi Magnússon.