Styrmir Gunnarsson gestur Óðins á laugardaginn 25. nóvember

Málfundafélagið Óðinn í samstafi við Vörð bjóða til opins fundar um efni nýrrar bókar „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar: Byltingin sem aldrei varð“.  Höfundur bókarinnar Styrmir Gunnarsson fer yfir efni bókarinnar en hún spannar tímabilið frá sumrinu 1978 fram á okkar daga og lýsir uppgangi frjálshyggjumanna innan Sjálfstæðisflokksins, einkavæðingu og frjálsri samkeppni og hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert upp sinn hlut eftir hrunið.  Að lokinni framsögu Styrmirs verður gefinn kostur á spurningum úr sal.

Fundurinn fer fram í Valhöll, næstkomandi laugardag 25. nóvember og hefst kl. 11:00.

Fyrir hönd Óðins

Eiríkur Ingvarsson