Sjálfkjörið í kjörnefnd Varðar

Niðurstöður kosningar til kjörnefndar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík liggja fyrir. Þegar framboðsfrestur rann út kl. 16:00 síðastliðinn föstudag höfðu átta gild framboð borist til yfirkjörstjórnar og er því sjálfkjörið í kjörnefnd.

Nýja kjörnefnd Varðar skipa:

Bessí Jóhannsdóttir

Einar Sigurðsson

Elín Engilbertsdóttir

Kristján Erlendsson

Magnús Júlíusson

Margrét Gísladóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Sigurður Ágúst Sigurðsson

Yfirkjörstjórn Varðar óskar hinum nýkjörnu kjörnefndarmönnum til hamingju með kjörið.