Prófkjör í Mosfellsbæ

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ hefur samþykkt að halda prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi fulltrúaráðsins síðastliðinn fimmtudag.

Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. febrúar 2018 og framboðsfrestur rennur út fimmtudaginn 18. janúar

Á fulltrúaráðsfundinum lýsti Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, því yfir að hann hann hyggðist gefa áfram kost á sér sem oddviti framboðslistans.