Leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 27. janúar 2018

Þann 9. nóvember var samþykkt á fé­lags­fundi Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, að leiðtoga­próf­kjör fari fram laug­ar­dag­inn 27. janú­ar á næsta ári vegna borgarstjórn­ar­kosn­ing­anna 2018.

Stjórn Varðar bar tillöguna upp í sam­ræmi við 24. grein próf­kjörs­reglna Sjálfstæðisflokks­ins og var mik­ill ein­hug­ur um hana.