Auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Varðar

Framboð til kjörnefndar Varðar

Augýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 16:00.

Samkvæmt 11. gr.reglugerðar fyrir Vörð – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir í skriflegri kosningu af fulltrúaráðinu. Framboð telst gilt ef það berst yfirkjörstjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum.  Frambjóðandi skal gefa skriflega kost á sér til starfans.

Tilkynning um framboð, berist yfirkjörstjórn Varðar, í Valhöll við Háaleitisbraut, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. nóvember.

Vilji frambjóðandi taka þátt í sameiginlegri kynningu skal hann einnig skila inn 200 orða texta um sjálfan sig ásamt mynd á tölvutæku formi.

Berist fleiri en 8 framboð til yfirkjörstjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík innan tilgreinds framboðsfrests verður boðað til skriflegrar kosningar í Valhöll dagana 21. til 22. nóvember næstkomandi.

Yfirkjörstjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Eyðublað fyrir framboð til kjörnefndar Varðar