Opinn fundur í Þorlákshöfn 18. október

Opinn fundur í Þorlákshöfn á morgun

Opinn fundur með Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, Vilhjálmi Árnasyni, alþingismanni, Kristínu Traustadóttur, varaþingmanni, Hólmfríði Ernu Kjartansdóttur, varaþingmanni, Ísaki Erni Kristinssyni, varaþingmanni og Brynjólfi Magnússyni, varaþingmanni, miðvikudaginn 18. október nk. í Þorlákshöfn

Fundurinn fer fram í húsnæði ferðaþjónustufyrirtækisins Black Beach Tours að Hafnarskeið, 17 í Þorlákshöfn kl. 17:30.

Frambjóðendur munu ræða um málefni Suðurkjördæmis og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um komandi alþingiskosningar og önnur mál.

Við hvetjum alla íbúa Þorlákshafnar til að mæta á fundinn sem hefst eins og áður segir kl. 17:30.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Fundurinn er opinn öllum.