Reykjavíkurþing Varðar

Reykjavíkurþing Varðar verður haldið í Valhöll dagana 19. og 20. maí næstkomandi.

Um er að ræða stefnumótandi málefnaþing þar sem mótuð verður framtíðarsýn í sex mismunandi málaflokkum sem endurspegla svið Reykjavíkurborgar, þ.e. Íþrótta- og tómstundanefnd, menningar- og ferðamálanefnd, skóla- og frístundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, velferðarnefnd og fjármálanefnd.

Við hvetjum alla sjálfstæðismenn í Reykjavík til að taka virkan þátt í opnu starfi nefndanna fram að Reykjavíkurþinginu.

Fulltrúar á Reykjavíkurþingið skiptast á milli flokksfélaganna í Reykjavík í samræmi við fjölda félagsmanna þeirra. Kjörgengir eru allir flokksbundnir sjálfstæðismenn með búsetu í Reykjavík. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann síns flokksfélags og að fylgjast vel með heimasíðu flokksins, xd.is.

Þinggjald er 3.500 krónur fyrir þá fulltrúa sem greiða það í síðasta lagi föstudaginn 12. maí. Eftir þann tíma er gjaldið 5.500 krónur.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Vonandi sjáumst við sem allra flest í Valhöll dagana 19. og 20. maí.