Opinn fundur um húsnæðismálin í Reykjavík

Margt bendir til að staðan í húsnæðismálum í Reykjavík sé í ólestri vegna verulegs skorts á bæði lóðum og íbúðum í borginni. Þétting byggðar gengur að sama skapi hægt og mun ekki ein og sér mæta þeirri þörf sem er til staðar í dag og á næstu árum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins fara yfir stöðuna í Valhöll, miðvikudaginn 8. mars, kl. 17:30.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík:
– Staða húsnæðismála í Reykjavík

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
– Mikilvægi innviða. Hvaða áhrif mun þétting byggðar hafa á búsetuskilyrði í hverfum borgarinnar?

Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
– Staðan í félagslega íbúðakerfinu í Reykjavík

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
– Lóðaframboð – aldursdreifing og þjónusta borga

Að framsögum loknum verða almennar umræður.
Allir velkomnir – heitt á könnunni

Félög Sjálfstæðismanna í:
Nes- og Melahverfi
Vesturbæ og Miðbæjarhverfi
Miðbæ og Norðurmýri