Jafnvægi og framsýni – samkeppnishæfara Ísland

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var undirrituð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á eflingu velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfa og að stöðugleiki í efnahagslífinu verði festur í sessi til hagsbóta fyrir samfélagið allt. 

Lesa má stjórnarsáttmálann hér

Jafnvægi og framsýni eru leiðarstef ríkisstjórnarinnar. Mannréttindi, jöfn tækifæri, fjölbreytni, frelsi og ábyrgð ásamt virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum mynda þar sterkan grunn. Ísland á að vera eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar.

Heilbrigðiskerfið verður styrkt með fjölþættum aðgerðum, greiðsluþátttaka sjúklingaminnkuðog átak gert í geðheilbrigðismálum. Byggingu meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut verður lokið árið 2023. Áhersla verður lögð á að landsmenn hafi aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu.

Hagsæld landsmanna og þróun þekkingarsamfélags byggist á öflugu menntakerfi sem býður fjölbreyttar námsleiðir og styður við atvinnulífið. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að öll skólastig verði efld.

Fjölbreytni í atvinnulífinu verður aukin með fjárfestingu eða annars konar hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, svo sem umhverfisvænni tækniþróun og framleiðslu, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi.

Peningastefnan verður endurskoðuð eftir víðtækt samráð með það að markmiði að auka gengisstöðugleika og lækka vexti. Ríkisstjórnin styður við víðtæka sátt á vinnumarkaði, ábyrgð í ríkisfjármálum og stöðugleika í gengis- og peningamálum. Nauðsynlegt er aðsýnaráðdeildí opinberumfjármálumogtemjasér öguð og gagnsæ vinnubrögð í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu.

Áfram verður haldið í styrkingu á öðrum innviðum samfélagsins, svo sem samgöngum, fjarskiptum og menntakerfi fyrir íbúa um land allt.