Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins voru ræddar og ákveðnar á flokksráðsfundi, en málefnanefndir flokksins hafa undanfarið hálft ár unnið að mótun þeirra. Hér má kynna sér áherslur í helstu málaflokkum og hér má lesa stjórnmálaályktun flokksráðsfundarins.

 Í tíð fyrri ríkisstjórnar mátti velferðar- og heilbrigðiskerfið þola margvíslegar búsifjar. Á þessu kjörtímabili hefur hins vegar náðst mikill árangur í að endurreisa hvort tveggja, auk einstaklega mikilvægra aðgerða eins og löngu tímabærra umbóta í lífeyriskerfinu, hömlur á sjálfkrafa aukningu ríkisútgjalda og hagræðingu í ríkisrekstri. Allt er það á réttri leið.

En hafi þetta kjörtímabil snúist um að koma fjárhag ríkisins í gott lag og koma efnahagslífinu af stað, þá þarf næsta kjörtímabil ekki aðeins að snúast um að halda því í horfinu eða endurreisa velferðar- og heilbrigðiskerfið. Við eigum ekki aðeins að halda í horfinu eða stefna á betri mið, heldur að komast á þann stað, sem við viljum vera á. Þar horfum við helst til velferðar- og heilbrigðismála. Við vitum hvert við viljum halda, við vitum hvernig við getum gert það, en einmitt vegna þess árangurs, sem við náðum á þessu kjörtímabili, þá getum við komist þangað. Það gerist ekki án áreynslu eða útláta, en við getum það vel, Íslendingar. Við erum á réttri leið.

Kynntu þér kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins hér.