Skólamál eiga að vera í forgangi

Mikið ósætti myndaðist milli minnihlutans í borginn og meirihlutans þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að forgangsraða fjármunum borgarinnar meira til skólamála og hinkra þá með önnur verkefni.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni segir að þegar nefnd voru dæmi um rekstrarliði sem mættu víkja eða slá á frest til að gera betur í skólamálum, hafi meirihlutinn ásakað minnihlutann að vera á móti þeim verkefnum.
Halldór segir ennfremur að þetta snúist einungis um forgangsröðun og þó allir kostirnir sem þarf að forgangsraða séu góðir, séu skólamál það nauðsynlegasta í samfélaginu og þurfi því að vera efst í forgangsröðinni.

„Mér fannst leiðin­legt að taka þátt í svona umræðu á þess­um opna vett­vangi sem borg­ar­stjórn­in er,“ seg­ir Hall­dór sem sak­ar full­trúa meiri­hlut­ans um að vera ómál­efna­lega. „Niðurstaðan í sjálfu sér að mínu mati er sú að meiri­hlut­inn hef­ur ekki hug­mynd­ir um hvernig á að taka á þessu,“ seg­ir Hall­dór í samtali við mbl.is sem hef­ur áhyggj­ur af stöðu grunn- og leik­skóla í borg­inni.