Taktu þátt í prófkjöri í Reykjavík

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 3. september.  Kosið er á milli kl. 10 og 18.  Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til að taka þátt og móta þannig framtíðina.

Athugið að ekki verður kjörstaður á Hótel Sögu. Þær kjördeildir sem hafa verið þar, eru í Valhöll.

Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum 15 ára og eldri. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu þó hafa náð 18 ára aldri 29. október n.k.

Upplýsingar um kjörstaði:

  1. Kjörhverfi
    Vestur‐ og Miðbæjarhverfi, Nes‐ og Melahverfi og Miðbæjar‐ og Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Rauðarárstígs að Miklubraut.
    Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
  2. Kjörhverfi
    Hlíða‐ og Holtahverfi, Laugarnes‐ og Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar að Suðurlandsbraut og öll byggð norðan Suðurlandsbrautar.
    Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
  3. Kjörhverfi
    Háaleitishverfi, Smáíbúða, Bústaða‐ og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur, Suðurlandsbraut í norður og Reykjanesbraut í austur.
    Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
  4. Kjörhverfi
    Árbæjar‐ og Seláshverfi, Ártúns‐ og Norðlingaholt.
    Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins, Hraunbær 102b (við hliðina á Skalla).
  5. Kjörhverfi
    Hóla‐ og Fellahverfi, Bakka‐ og Stekkjahverfi, Skóga‐ og Seljahverfi.
    Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna Mjódd, Álfabakka 14a.
  6. Kjörhverfi
    Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes.
    Kjörstaður: Hverafold 1-3, 2. hæð.